Afslßttarkort

Afslßttarkort AN var teki­ Ý notkun Ý desember 2012. Korti­ veitir fÚlagsm÷nnum afslßtt hjß fj÷lm÷rgum fyrirtŠkjum ß fÚlagssvŠ­i Al■ř­usambands

Afslßttarkort AN

Afsláttarkort AN var tekið í notkun í desember 2012. Kortið veitir félagsmönnum afslátt hjá fjölmörgum fyrirtækjum á félagssvæði Alþýðusambands Norðurlands (AN). Stjórn kortsins vonar að félagsmenn komi til með að nota kortið og nýta sér þá afslætti sem það býður upp á.

Kortið er samvinnuverkefni allra aðildarfélaga Alþýðusambands Norðurlands. Nýlega var skrifað undir samning við Olís og ÓB og munu félagsmenn allra aðildarfélaga AN fá Tvennukort Olís og ÓB. Kortið er staðgreiðslukort sem tryggir góðan afslátt af vörum og þjónustu hjá Olís, ÓB og einnig þeim fjölmörgu samstarfsaðilum sem gert hafa samning við Afsláttarkort AN. Það eina sem þarf að gera er að framvísa kortinu þegar greitt er. Eining-Iðja mun dreifa kortunum til félagsmanna í gegnum trúnaðarmannakerfið. Þeir sem ekki hafa fengið kortið í hendur geta nálgast það á einhverja af skrifstofum félagsins, á Akureyri, Dalvík eða  Siglufirði.

Viðskiptakjör Olís og ÓB til félagsmanna Alþýðusambands Norðurlands eru svohljóðandi:

  • 7 kr. afsláttur af hverjum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB
  • 1,5% (ca. 4 kr) í formi Vildarpunkta Icelandair eða sem Aukakrónur Landsbanka. Greiða þarf úttekt með korti sem safnar Vildarpunktum Icelandair eða Aukakrónum Landsbanka (eingöngu einstaklingar geta safnað Vildarpunktum Icelandair)
  • 15% afsláttur af bílavörum hjá Olís
  • 12% afsláttur af smurolíum hjá Olís
  • 10% afsláttur af heitum mat hjá Olís (Grill 66 og Quiznos)
  • 10% afsláttur af útivistarvörum í Ellingsen
  • 10% afsláttur hjá Smurstöðvum Olís og Max 1

Félagsmenn sem frekar vilja nýta sér afsláttarkjör með Olís/ÓB lyklinum geta það einnig. Sækja þarf um lykil á http://ob.is/lykill/umsokn/ og skrifa orðið AN sem hópur. Þá munu eftirfarandi afslættir bætast við með afsláttarlykli Olís/ÓB:

  • 10 kr. afslátt af hverjum eldsneytislítra í fyrstu 5 skiptin.
  • 15 kr. afslátt í tíunda hvert skipti sem dælt er 25 lítrum eða meira.
  • 10 kr. afsláttur á afmælisdaginn.

Þeir sem nú þegar eru með Olís/ÓB lykil og vilja virka afsláttin þurfa að senda post á kort@olis.is og biðja um að AN afsláttur fari á lykilinn.

Sjá nánar á heimasíðu kortsins