Brekkuskˇgur Ý Biskupstungum

Ůa­ er ekki a­ ßstŠ­ulausu sem Biskupstungurnar eru ß me­al vinsŠlustu orlofsdvalarsvŠ­a ß landinu. SvŠ­i­ hefur upp ß allt ■a­ a­ bjˇ­a sem

Brekkuskˇgur Ý Biskupstungum

Það er ekki að ástæðulausu sem Biskupstungurnar eru á meðal vinsælustu orlofsdvalarsvæða á landinu. Svæðið hefur upp á allt það að bjóða sem orlofshúsagesti kann að vanhaga um eða langa til að gera; góða aðstöðu, fallegt umhverfi og fjölbreytta möguleika til þess að njóta þess sem hver og einn vill fá út úr fríinu sínu.
 

Eining-Iðja hefur til afnota tvö orlofshús í Brekkuskógi. Annað kallast A-hús og er það eins og húsin sem við höfum verið með undanfarin ár. Hitt húsið kallast C-hús og var það í boði í fyrsta sinn fyrir félagsmenn árið 2013. Húsin eru 46 fermetrar að stærð með svefnplássi fyrir sex manns, barnarúmi, sængum, sturtu, ísskáp, eldavél, grilli, útvarpi, sjónvarpi og borðbúnaði fyrir tólf manns. Lín og handklæði er hægt að fá hjá umsjónarmanni á staðnum gegn gjaldi. Við húsin eru meðal annars verönd með heitum potti.

Aðstaða fyrir gesti er öll eins og best gerist. Í orlofshúsahverfinu í Brekkuskógi er þjónustumiðstöð þar sem er meðal annars sjónvarp, myndbandstæki, sími, bókasafn, spil og salur til sameiginlegra afnota fyrir gesti. Þar er einnig baðhús með gufuböðum, heitum pottum og sturtum. Lítill leikvöllur er á svæðinu og aðstaða til að spila mínígolf.

Stutt er úr Biskupstungunum yfir í byggðakjarnann við Laugarvatn og raunar má segja að stutt sé úr Biskupstungunum um allt Suðurland þar sem margar af helstu náttúruperlum landsins er að finna. Í Árnessýslunni er jafnframt umfangsmikil þjónusta við ferðafólk og því af nógu að taka fyrir þá sem dvelja í orlofshúsum í Brekkuskógi og vilja leita sér afþreyingar í nágrenninu.

ATH! Einingis er hægt að sæka um svæðið, ekki velja um hús.

Lyklar að orlofshúsunum í Brekkuskógi eru afhentir í þjónustumiðstöðinni á staðnum.