Ílfusborgir

═ f÷gru umhverfi Hverager­is og nßgrennis er rˇtgrˇi­ orlofsh˙sahverfi, Ílfusborgir, sem margir kannast vi­ af eigin raun e­a af afspurn. Eins og

Ílfusborgir

Í fögru umhverfi Hveragerðis og nágrennis er rótgróið orlofshúsahverfi, Ölfusborgir, sem margir kannast við af eigin raun eða af afspurn. Eins og með önnur orlofshúsasvæði í Árnessýslunni gildir um þetta svæði að þaðan er stutt í alla hugsanlega þjónustu og stutt í margar af helstu náttúruperlum landsins.
 
Orlofshúsið sem félagsmenn Einingar-Iðju geta tekið á leigu í Ölfusborgum er 50 fermetrar að stærð með sex svefnplássum og barnarúmi. Sængur eru í húsinu og lín fæst leigt hjá umsjónarmanni gegn gjaldi. Allur hefðbundinn búnaður er í húsinu, svo sem sturta, ísskápur, eldavél, örbylgjuofn, borðbúnaður fyrir átta manns, grill, útvarp, sjónvarp og svo það sem mörgum finnst orðið ómissandi í orlofinu; heitur pottur.
 
Knattspyrnuvöllur og leikaðstaða fyrir börn er sameiginleg á svæðinu og einnig er hægt að kaupa veiðileyfi.
 
Úr Ölfusborgum er stutt til margra þorpa og kauptúna á Suðurlandi. Eins eru margar skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Ýmislegt er í boði fyrir ferðamenn í Hveragerði sem er rétt hjá orlofssvæðinu. Þar er sundlaug með vatnsrennibraut og blómaverslanir. Ölfusborgir eru í Ölfushreppi í Árnessýslu. Þaðan er mikið og fallegt útsýni yfir undirlendið á Suðurlandi.
 
Talnalás er á húsinu. Upplýsingar eru á leigusamningi.