Bjarteyjarsandur Ý Hvalfir­i

Sumarh˙si­ er vel ˙tb˙i­ a­ innan og me­ heitum potti, stˇrri ver÷nd og ˙tigrilli. Ůa­ er Ý fjallshlÝ­ mˇt su­ri og er ˙tsřni­ afar fagurt. Gˇ­ar

Bjarteyjarsandur Ý Hvalfir­i

Sumarhúsið er vel útbúið að innan og með heitum potti, stórri verönd og útigrilli. Það er í fjallshlíð mót suðri og er útsýnið afar fagurt. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu og leiðsögn fáanleg í styttri og lengri ferðir.
 
Í næsta nágrenni er Hótel Glymur, Veitingaskálinn Ferstikla, sundlaug, veiðivötn, golfvellir, söfn, fjórhjólaleiga, hestaleiga og margt fleira skemmtilegt.
 
Í Hvalfirðinum er mikið um skemmtilegar og fallegar gönguleiðir. Á staðnum er hægt að nálgast upplýsingar um hinar ýmsu leiðir en einnig er hægt að panta leiðsögn um ákveðin svæði. Áhersla er lögð á náttúru, umhverfi, sögustaði og menningarminjar. Dæmi um styttri ferðir eru um Miðsand (braggahverfið), fjöruganga og ganga um Botnsdalinn. Lengri ferðir eru t.d. fornu þjóðleiðirnar tvær; Leggjabrjótur (á Þingvöll) eða Síldarmannagötur (í Skorradal). Ganga upp að Glym, hæsta fossi landsins og /eða Hvalvatni eru einnig dæmi um lengri gönguferðir.
 
Sérstaða svæðisins, auk útsýnis og kyrrðar, er að bæjarhúsin á Bjarteyjarsandi eru í göngufjarlægð. Þjónustan og starfsemin sem þar er í boði er mikill fengur fyrir sumarbústaðaleigjendur og gesti. Heimsókn í fjárhús, hænsnakofa eða Gallerí Álfhól er skemmtun fyrir alla aldurshópa.
 

Myndir