Muna­arnes Ý Borgarfir­i

Orlofsh˙sahverfi­ Ý Muna­arnesi hefur noti­ vinsŠlda me­al landsmanna um ßrabil enda er ■jˇnusta vi­ fer­amenn ß ■essu svŠ­i komin Ý mj÷g fastar skor­ur,

Muna­arnes Ý Borgarfir­i

Orlofshúsahverfið í Munaðarnesi hefur notið vinsælda meðal landsmanna um árabil enda er þjónusta við ferðamenn á þessu svæði komin í mjög fastar skorður, aðstaðan eins og best verður á kosið og möguleikarnir óþrjótandi.

Eining-Iðja hefur til umráða eitt hús í Munaðarnesi og er heitur pottur við það.

Borgarfjörðurinn hefur um árabil notið vinsælda sem sumardvalarstaður og þar er öll þjónusta við ferðamenn í föstum skorðum, þar sem ganga má að gæðunum vísum en um leið fjölbreytni og frumleika.

Stór orlofshúsahverfi hafa byggst upp í Borgarfirðinum á vegum fjölmargra stéttarfélaga og landssambanda. Eitt þessara orlofshúsahverfa er í Munaðarnesi. 

Margar skemmtilegar gönguleiðir liggja frá orlofshúsunum og stutt er í frábærar sundlaugar, til dæmis í Borgarnesi og á Varmalandi. Í Borgarfirðinum er margt að sjá og mjög fjölbreyttir möguleikar til afþreyingar og útiveru.

Golfvöllur er að Hamri, rétt utan við Borgarnes og hestaleigur eru nokkrar í næsta nágrenni Munaðarness. Þá er víða hægt að kaupa ódýr veiðileyfi í vötn í nágrenninu, t.d. Hreðavatn og Langavatn. Veiðileyfi fyrir Hreðavatn eru seld í Hreðavatnsskála og í Langavatn í Hyrnunni. Ferðir á Langjökul njóta vinsælda og þannig mætti lengi telja. Frá Munaðarnesi er stutt að fara til þess að skoða ýmsa fagra og markverða staði, bæði í náttúrufræðilegu og sögulegu samhengi. Borg á Mýrum og Reykholt eru meðal þekktustu staða Íslandssögunnar og Grábrókarhraun, Hreðavatn, Baula, Barnafossar, Surtshellir, Glanni og Paradísarlaut eru meðal helstu náttúruperla landsins.

Lyklar eru afhentir í þjónustumiðstöðinni

Myndir