Vetrarleiga

١tt sumari­ sÚ hinn hef­bundni orlofstÝmi ß fˇlk einnig frÝ ■ess utan, einnig kjˇsa margir a­ geyma eitthva­ af frÝinu til haustsins e­a vetrarins. Fyrir

Vetrarleiga

Þótt sumarið sé hinn hefðbundni orlofstími á fólk einnig frí þess utan, einnig kjósa margir að geyma eitthvað af fríinu til haustsins eða vetrarins. Fyrir þá er vert að benda á að félagsmönnum Einingar-Iðju standa til boða í vetur sex góðir valkostir í orlofsmálum utan hins hefðbundna orlofstíma.
Hér er um að ræða dvöl í orlofshúsum á Illugastöðum, Tjarnargerði, Svignaskarði og Einarsstöðum og orlofsíbúðir félagsins í Reykjavík og á Egilsstöðum.
 
Vetrarleigan hefst 15. september og stendur til 1. júní.
 
Ekki eru dregnir frá punktar að vetri til, aðeins um jól og páska.
Hafið eftirfarandi í huga:
 • 1. ágúst opnast fyrir tímabilið september til jóla
 • 1. desember opnast fyrir tímabilið janúar til páska
 • 1. febrúar opnast frá páskum og fram að sumri
Það eru ekki dregnir af punktar í vetrarleigu, nema þegar um er að ræða tímabilin jól og áramót og svo um páska. Það þarf að sækja um þau tímabil og er þeim úthlutað eftir punktainneign viðkomandi.
 
Auðveldast er að panta á Félagavefnum, en auðvitað er hægt að hringja í skrifstofur félagsins og panta hús eða bústað.

Lægra verð fyrir lífeyrisþega
Lífeyrisþegar greiða kr. 7.500 fyrir þrjár nætur í miðri viku á Illugastöðum. Hægt er að kaupa eina aukanótt á kr. 2.000.


Verðskrá veturinn 2014 - 2015

Illugastaðir

 • Vikuleiga er kr. 22.000 og helgarleiga kr. 14.000. Helgarleiga er allt að þrjár nætur. 
 • Heitur pottur er við húsin.
 • Lyklar eru afhentir í þjónustumiðstöð svæðisins.

Tjarnargerði

 • Vikuleiga er kr. 26.000 og helgarleiga kr. 16.000. Helgarleiga er allt að þrjár nætur. 
 • Heitur pottur er við húsið.
 • Lyklar að Tjarnagerði eru afhentir á skrifstofu félagsins í Skipagötu 14 á Akureyri.
Svignaskarð

 • Vikuleiga er kr. 22.000 og helgarleiga kr. 14.000. Helgarleiga er allt að þrjár nætur. 
 • Heitur pottur er við húsið.
 • Lyklar eru afhentir í þjónustumiðstöð svæðisins.
Einarsstaðir (Staðarhaldarinn á Einarsstöðum, Guðni Hermannsson, sér um að leigja húsið að vetri til og veitir allar upplýsingar í síma 861 8310.)

 • Vikuleiga er kr. 22.000 og helgarleiga kr. 14.000. Helgarleiga er allt að þrjár nætur. 
 • Heitur pottur er við húsið.
 • Lyklar eru afhentir í þjónustumiðstöð svæðisins.
Reykjavík

 • Íbúðir í Reykjavík leigjast í viku í senn, fyrir utan sjúkraíbúð sem leigist eftir þörfum.
 • Vikuleiga er kr. 23.000, en sólarhringsleiga sjúkraíbúðar er kr. 4.000. Lágmarksgjald er þó kr. 5.000.
 • Lyklar að íbúðunum eru afhentir á skrifstofum félagsins.
Egilsstaðir

 • Vikuleiga er kr. 23.000 og helgarleiga kr. 14.000. Helgarleiga er allt að þrjár nætur.
 • Lyklar eru afhentir á skrifstofu félagsins í Skipagötu 14 á Akureyri.

Nánar um staðina:

 
Upplýsingar um vetrarleigu eru gefnar á skrifstofu Einingar-Iðju, Skipagötu 14 á Akureyri. Síminn er 460 3600 og netfangið: ein@ein.is

Upplýsingar um Einarsstaði gefur Guðni í síma 861 8310.