Í kjarasamningum er kveðið á um hver lágmarkstekjutrygging sé fyrri tiltekinstörf. Ákvæði kjarasamninga eru lágmarkskjör og samningar um lakari kjör eru ógildir og óskuldbindandi.
Á almenna markaðinum
Lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf, fullar 173,33 unnar stundir á mánuði (40 stundir a viku), skulu vera sem hér segir fyrir þá starfsmenn sem eftir að 18 ára aldri er náð og hafa starfað a.m.k. sex mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir):
Hjá ríkinu
Ekki er lengur talað um eða miðað við lágmarkstekjutryggingu í þessum samningi
Hjá sveitarfélögum
Ekki er lengur talað um eða miðað við lágmarkstekjutryggingu í þessum samningi
Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til launa í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Laun fyrir vinnu umfram 173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu sambandi.