Álalind 2 - fjórar fjögurra herbergja íbúðir

Höfuðborgarsvæðið
33.000 kr. (mið-mið)
96 fm 6 rúm
Nettenging
Barnarúm

Innifalið

Ekki innifalið

Félagið á fimm íbúðir í Álalind 2, um er að ræða fjórar fjögurra herbergja íbúðir (s.s. 3 svefnherbergi) (203, 204, 303 og 304) og eina þriggja herbergja íbúð (s.s. 2 svefnherbergi) (405). Sér bílastæði í bílakjallara fylgir hverri íbúð. 

Íbúðirnar eru í 5 hæða fjölbýlishúsi sem stendur við Álalind 2 í austurhluta nýs íbúðahverfis, Glaðheima, í Kópavogi. 25 íbúðir eru í fjölbýlishúsinu og er bílageymsla undir því. Íbúðahverfið liggur austan megin við Reykjanesbraut og felst sérstaða þessa íbúðarsvæðis m.a. í því hversu miðsvæðis það er og í vaxandi svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins, Smáranum. Frábær staðsetning, stutt í stofnæðar höfuðborgarsvæðisins og Smáralind. 

  • Gengið er um inngang A í íbúð 203 og 303
  • Gengið er inn um inngang B í íbúð 204 og 304
  • Leigjandi þarf ekki að þrífa íbúðina eftir leigutíma, en auðvitað þarf að skila henni full frágenginni og snyrtilegri
  • Það þarf að flokka allt sorp og setja í þartilgerðar tunnur í bílageymslunni.
  • ATH! Þegar sótt er um sumarúthlutun er einungis hægt að velja Höfuðborgarsvæðið, ekki einstaka íbúð.
Leigutími: Allt árið
Lyklar eru afhentir á skrifstofum félagsins.