Innheimtuferill

Gjalddagi iðjalda er 10. dagur næsta mánaðar og eindagi er 20 dögum síðar. Berist greiðsla ekki fyrir eindaga, verða innheimtir vanskilavextir frá gjalddaga.

Kröfur vegna allra skilagreina verða skráðar í heimabanka, sé það mögulegt.

Kröfur sem eru ekki greiddar fyrir eindaga munu strax færast í innheimtu til Motus og mun þá bætast við innheimtukostnaður í samræmi við upphæð skuldarinnar.

Félagsgjald er dregið af launum launamanns og er því eign hans. Önnur gjöld sem atvinnurekanda ber að inna af hendi til félaganna, skv. samningum og lögum, eru gjöld til sjúkra-, fræðslu- og orlofssjóða.