Trúnaðarmannanámskeið - Hluti 1

 Skráning fer fram hjá félaginu í síma 460 3600, en nemendur þurfa líka að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans – „mínar síður“ 

Lagt er upp með að námskeiðið verði kennt í staðnámi en það getur orðið rafrænt!

Sjá nánar hér

Stiklur um efnið

  • Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði.
  • Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna.
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum.
  • Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð.
  • Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim.
  • Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum.
  • Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra.
  • Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda