Launaseðillinn

Öllum launagreiðslum skal fylgja launaseðill. Við hvetjum þig til að skoða hann vel og ef þú telur að launaseðill þinn sé ekki réttur eða þú skilur hann ekki, hafðu þá samband við trúnaðarmenn eða stéttarfélag. 

Geymdu launaseðilinn, með honum getur þú sannað rétt þinn.

Þetta á að koma fram á launaseðli:

  • Nafn launamanns og kennitala
  • Nafn launagreiðanda og kennitala
  • Launatímabil
  • Taxti (dagvinna, yfirvinna, bónus)
  • Fjöldi vinnustunda
  • Orlof
  • Lífeyrissjóður
  • Viðbótarlífeyrissjóður
  • Opinber gjöld
  • Persónuafsláttur
  • Félagsgjöld
  • Samtals laun
  • Samtals frádráttur
  • Útborguð laun

Smelltu á launaseðilinn hér fyrir neðan til að stækka myndina.