Orlofsuppbót/persónuuppbót

Orlofsuppbót/persónuuppbót er föst tala sem kveðið er á um í kjarasamningum. Greiða þarf skatt og skyldur af orlofsuppbótinni. Orlofslaun eru þó innifalin í orlofsuppbót og greiðast því ekki til viðbótar.

2024

  • Á almenna markaðinum kr. 58.000, greiðist 1. júní. 
  • Hjá ríkinu kr. EKKI BÚIÐ AÐ SEMJA, greiðist 1 . júní. (Í fyrra var upphæðin kr. 56.000)
  • Hjá sveitarfélögum kr. EKKI BÚIÐ AÐ SEMJA, greiðist 1. maí. (Í fyrra var upphæðin kr. 55.700)

Töflur sem sýna upphæð orlofsgreiðslu miðað við starfshlutfall og starfstíma

2023

  • Á almenna markaðinum kr. 56.000, greiðist 1. júní.
  • Hjá ríkinu kr. 56.000, greiðist 1 . júní.
  • Hjá sveitarfélögum kr. 55.700, greiðist 1. maí. (Var kr. 54.350 en var hækkuð á fundi samráðsnefndar 25. apríl 2023)

Töflur sem sýna upphæð orlofsgreiðslu miðað við starfshlutfall og starfstíma

  • Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning orlofsuppbótar.
  • Hafi starfsmaður verið fjarverandi vegna veikinda skal við útreikning uppbótar telja þær vikur með sem hann fékk greiddar.
  • Hafi starfsmaður unnið samfellt 12 vikna starf á orlofsárinu á hann rétt á að fá orlofsuppbót greidda við starfslok, en þá hlutfallslega miðað við starfstíma.
  • Við starfslok á að gera upp áunna orlofsuppbót verði starfslok fyrir gjalddaga orlofsuppbótarinnar.

Hér má finna ákvæði kjarasamninga:

Á almenna markaðinum

Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.   Orlofsuppbót innifelur orlof, eru föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. (sbr. 1.3.2.)

Hjá ríkinu

Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða/13 vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á orlofsuppbót reiknast ekki orlofsfé. Áunnin orlofsuppbót skal gerð upp samhliða starfslokum. (sbr. 4.2.2.)

Hjá sveitarfélögum 

Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. maí og 1. desember ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Sama hlutfallsregla gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs sbr. 8. gr. laga nr. 95/2000. Sjá einnig gr. 11.1.8. Persónuuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofslaun. Áunnin persónuuppbót skal gerð upp við starfslok starfsmanns. (sbr. 1.7.1)