Félagsmannasjóður – Getum ekki borgað út ef þínar upplýsingar eru ekki réttar?

Vert er að minna, enn og aftur, þá félagsmenn sem starfa eða hafa starfað hjá sveitarfélögum á eftirfarandi:

Í kjarasamningi aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2019 var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Sveitarfélögin greiða mánaðarlega 1,5% af heildarlaunum starfsmanna inn í þennan sjóð. Eining-Iðja á aðild að sjóðnum fyrir sína félagsmenn, en skv. honum ber stéttarfélögunum að standa skil á þessum greiðslum til félagsmanna 1. febrúar ár hvert fyrir árið á undan. Athugið að ekki hefur verið tekin staðgreiðsla af upphæðinni sem greidd er út til félagsmanna. Því þarf að greiða skatta af þessum greiðslum eftir á.

Fyrstu árin hélt Starfsgreinasambandið utan um starfsemi sjóðsins og sá um að greiða út til félagsmanna. Í september 2022 var ákveðið að Starfsgreinasambandið hætti að sjá um þetta og að hvert félag taki yfir sjóðinn fyrir sína félagsmenn. Umfangið var of mikið fyrir SGS og tókst því ekki að leysa verkefnið með viðunandi hætti. Því mun Eining-Iðja sjá um þessar greiðslur til sinna félagsmanna. 

Eru þínar upplýsingar réttar?
Forsenda þess að hægt verði að greiða úr sjóðnum er að Eining-Iðja hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna sem eiga rétt á að fá greiðslu úr sjóðnum. 

Kíktu á Mínar síður og kannaðu þínar upplýsingar!
Hér skráir þú þig inn á Mínar síðu Einingar-Iðju, með rafrænum skilríkjum, þar sem þú getur kannað hvort við séum með réttar upplýsingar um þig og lagfært ef þörf krefur. Ef þú kemst ekki inn á síðuna þá máttu endilega senda tölvupóst á rosfrid@ein.is 

Hvað með eldri ár?
Hvað varðar greiðslur til starfsmanna sveitarfélaga sem bárust félagsmannasjóðnum fyrir yfirtöku félagsins er vert að benda á að töluverð vinna er framundan við að gera upp við viðkomandi félagsmenn. Beðist er velvirðingar á því. Þegar þeirri vinnu er lokið verður endanlega gert upp við félagsmenn. 

Til að kanna þínar upplýsingar þá smellir þú á örina niður sem er efst á síðunni, hægra megin við nafnið þitt. Þá birtist flipi og þar smellir þú á UPPLÝSINGAR. Sjá myndina hér fyrir neðan