Ráðningarsamningur

Ráðningarsamningur er hugtak yfir þann samning sem launamaður og atvinnurekandi gera sín á milli. Í slíkum samningi skuldbindur launamaður sig til að vinna hjá atvinnurekanda undir hans stjórn gegn greiðslu launa. 

Ráðningarsamningur

Sé ekki gerður skriflegur ráðningarsamningur, eins og segir í kjarasamningi, þá gildir alltaf kjarasamningurinn um réttindi starfsmanns
Óheimilt er að gera samninga sem eru lakari en þeir kjarasamningar sem eru í gildi hverju sinni

Hvað á að koma fram á ráðningarsamningi

  1. Persónulegar upplýsingar um þig og vinnuveitenda.
  2. Vinnustaður og heimilisfang vinnuveitanda. Sé ekki um fastan vinnustað að ræða, eða stað þar sem vinnan fer jafnaðarlega fram, skal koma fram að starfsmaður sé ráðinn á mismunandi vinnustöðum.
  3. Titill, staða, eðli eða tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu.
  4. Fyrsti starfsdagur.
  5. Starfshlutfall. (Það er að segja hve mikla vinnu þú færð hvern mánuð.)
  6. Lengd ráðningar sé hún tímabundin.
  7. Orlofsréttur.
  8. Uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitanda og starfsmanns.
  9. Mánaðarlaun eða tímakaup, t.d. með tilvísun til launataxta, aðrar greiðslur eða hlunnindi svo og greiðslutímabil.
  10. Lengd venjulegs vinnudags eða vinnuviku.
  11. Lífeyrissjóður.
  12. Tilvísun til gildandi kjarasamnings og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Allir eiga að fá ráðningarsamning.

Það er hlutverk vinnuveitandans að útbúa ráðningarsamninga.