Verktakavinna

Því miður eru verktakasamningar að verða æ algengari form vinnu. Hafa ber í huga að verktakar njóta ekki þeirrar verndar sem lög og kjarasamningar tryggja launafólki. Verktakar fá ekki laun þegar þeir fara í sumarfrí, ekki heldur þegar þeir eru veikir eða slasast. Þeir þurfa sjálfir að borga ýmislegt annað sem atvinnurekendur greiða, t.d. tryggingar, opinber gjöld og í lífeyrissjóð.

Laun verktaka þurfa að vera um 40 til 70% hærri en launafólks til þess að verktakar hafi sambærileg réttindi og laun.

Varastu verktakasamninga. Þeir eru í flestum tilvikum óhagstæðir launafólki.