Jafnaðarkaup

"Jafnaðarkaup" er ekki til í kjarasamningum. Dæmi er um að atvinnurekandi hafi samið við starfsmenn um greiðslu jafnaðarkaups. Ef þér er sagt að það sé viðtekin venja hjá fyrirtækinu að greiða fólki jafnaðarkaup þá skalt þú fá forsendur útreikninga og kanna þá vel.

Reynsla okkar hjá verkalýðshreyfingunni er sú að forsendur útreikninga eru oft rangar. Þannig að það er vel þekkt að ungu fólki er boðið jafnaðarkaup og síðan vinnur viðkomandi einungis um kvöld og helgar. Þá tapar launamaður á jafnaðarkaupi.