Starfsgreinadeildir

Félagið skiptist í þrjár starfsgreinadeildir og er hugmyndin með starfsgreinaskiptingu að nýta kosti bæði stórra og smærri félaga. Deildirnar þrjár eru Matvæla- og þjónustudeild, Iðnaðar- og tækjadeild og Opinbera deildin. Nánar má finna upplýsingar um hverja deild fyrir sig með því að smella á viðkomandi hnapp hægra megin á síðunni.

Kostir þess að vera í stóru félagi eru til dæmis öflugur sjúkrasjóður, fjölbreyttari möguleikar í orlofsmálum og meiri slagkraftur í kjarabaráttu. Hins vegar getur verið erfiðara að virkja hinn almenna félagsmann í stóru félagi. Þetta vandamál eiga deildirnar að leysa því þær eru vettvangur þar sem fólk getur rætt sérmál sín. Með þessu eru fleiri virkjaðir til starfa fyrir félagið, félagsandinn innan hverrar starfsgreinar eflist og málefni félagsins standa nær hverjum og einum.

Aðalfundir deilda félagsins árið 2024 voru á Hótel KEA fimmtudaginn 8. febrúar kl. 18:30. Fyrst var sameiginlegur fundur allra deilda þar sem flutt verður erindi. Að því loknu héldu deildirnar hver fyrir sig halda sinn aðalfund.