Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs einu sinni í mánuði. Umsóknir og gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist í síðasta lagi 24. hvers mánaðar (breytilegt í desember og febrúar) til að fá borgað út um næstu mánaðamót.
Einfalt er að sækja um og skila gögnum í gegnum Mínar síður félagsins, skoðið og lagið ef þarf bankaupplýsingar, símanúmer og netföng.
Athugið, varðandi lífeyrisþega! Allir styrkir gilda í fimm ár eftir frá því félagsmaður greiðir félagsgjald til félagsins, þá falla niður réttindi til endurgreiðslu úr sjúkrasjóði. Breyting frá og með 1. janúar 2023, var áður tvö ár.
Eftirfarandi styrkir eru í boði:
Frjósemismeðferð
Kr. 60.000 í eitt skipti.
Gleraugnagler
35% samkvæmt reikningi þó að hámarki kr. 60.000 á þriggja ára fresti. (ATH! Einungis er greitt fyrir glerin, ekki umgjörðina) Síðast breytt 1. janúar 2023
Heyrnartæki
35% samkvæmt reikningi þó að hámarki kr. 70.000 á þriggja ára fresti. Síðast breytt 1. janúar 2023
Krabbameinsleit
Hver reikningur greiddur að kr. 10.000. Hámark kr. 20.000 á hverju almanaksári, fyrir:
Lasik augnaðgerðir
Kr. 60.000 í eitt skipti.
Líkamsrækt
50% samkvæmt reikningi, þó að hámarki kr. 26.000 á hverju almanaksári. (Síðast breytt 1. janúar 2023)
Sjúkraþjálfun og sjúkranudd
50% samkvæmt reikningi frá viðkomandi stofnun. Hámark kr. 68.000 á hverju almanaksári til hvers félagsmanns. (Síðast breytt 1. apríl 2023)
Viðtöl við sálfræðinga og geðlækna
50% samkvæmt reikningi, að hámarki kr. 100.000 á hverju almanaksári. (Síðast breytt 1. apríl 2023)
Heilsustofnunin í Hveragerði
Hægt er að fá styrk að hámarki kr. 100.000 á þriggja ára fresti. (Nýr styrkur frá og með 1. janúar 2023)
Aðrir styrkir
Þegar alvarleg veikindi, slys eða dauðsfall ber að höndum eða aðrar óviðráðanlegar orsakir, sem sjóðsstjórn metur til fjárhagslegs eða atvinnulegs tjóns fyrir heimili félagsmanns, skal sjóðsstjórn heimilt að veita viðkomandi heimili sérstakan styrk eftir nánari reglum hverju sinni. Í þessu sambandi skal tekið tillit til þess, hvort heimilið hefur: Atvinnutekjur, bótatekjur frá almannatryggingum, bótarétt hjá tryggingafélagi eða nýtur sjúkrabóta. Þá ber sjóðsstjórn að taka tillit til fjölskyldustærðar og annarra aðstæðna heimilis hverju sinni.
Heimilt er einnig að verja fé samkvæmt þessari grein til utanfélagsmanna í einstökum tilfellum, svo sem er alvarleg slys eða óhöpp verða sökum náttúruhamfara.