Útfararstyrkur

Heimilt er að greiða eingreiddan útfararstyrk við andlát virks og greiðandi sjóðfélaga í sjúkrasjóð Einingar-Iðju kr. 438.000. Rétthafar bóta eru nánustu aðstandendur sjóðfélaga.

Virkur og greiðandi sjóðfélagi heldur réttindum til útfararstyrks í tvö ár, hafi hann látið af starfi vegna veikinda.

Stjórn sjóðsins hefur heimild til að veita styrk vegna andláts sjóðfélaga sem látið hefur af starfi meira en tveim árum fyrir andlát. (Að hámarki kr. 88.000 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.) Umsókn um slíkan styrk þarf að fylgja skattframtal vegna síðastliðins árs.