VIRK ráðgjafar í Eyjafirði

Fjórir VIRK ráðgjafar eru starfandi í Eyjafirði; Halla Sif, Helga Þyri, Katla og Nicole. Þó svo að ráðgjafar VIRK séu starfsmenn VIRK þá starfa þeir fyrir öll stéttarfélögin á svæðinu. Ráðgjafarnir hafa aðsetur á skrifstofu Einingar-Iðju á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Hægt er að ná í ráðgjafana í síma 535 5700. 

  • Nicole er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík einu sinni í viku.
  • Helga Þyri er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju í Fjallabyggð einu sinnu í viku.

Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK og starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri í einn til tvo daga í viku.

Hlutverk VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs

Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

  • VIRK veitir markvissa og árangursríka þjónustu á sviði starfsendurhæfingar
  • VIRK nýtir þekkingu, rannsóknir og reynslu til að tryggja samþætta, árangursríka og örugga þjónustu
  • VIRK veitir þjónustu í samstarfi við stéttarfélög, fagaðila, fyrirtæki og stofnanir um allt land
  • VIRK vinnur með atvinnulífinu að því að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu
  • VIRK stuðlar að auknum rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar
  • VIRK sinnir forvörnum, þróunarverkefnum og fræðslu með það að markmiði að koma í veg fyrir brottfall einstaklinga af vinnumarkaði.