Ferðir fyrir félagsmenn

Hjá félaginu starfar ferðanefnd sem skipuleggur ferðir á hverju ári fyrir félagsmenn, bæði innanlands og utan. Ferðanefnd annast undirbúning og skipulagningu einstakra orlofsferða. Aðalfundur ár hvert kýs fjóra félagsmenn í nefndina, og skulu þeir ekki eiga sæti í stjórn félagsins, en auk þeirra á formaður félagsins og í forföllum hans varaformaður, sæti í nefndinni.

Undanfarin ár hafa verið í boði þrjár ferðir; utanlandsferð, ferð innanlands og eins dags ferð fyrir eldri félagsmenn. Aflýsa þurfti öllum ferðum ársins 2020 vegna Covid og aðeins var farið í eina ferð á árinu 2021. Búið var að skipuleggja þrjár ferðir á árinu 2022, en búið er að hætta við utanlandsferðina vegna Covid.

Árið 2022 verða eftirfarandi ferðir í boði: