Sjúkrasjóður

Verkefni sjóðsins er að veita sjóðsfélögum Sjúkrasjóðs Einingar-Iðju fjárhagsaðstoð í veikinda-, slysa- og dánartilvikum. Sjóðsfélagar eru þeir sem greitt hafa, eða fyrir þá hafa verið greidd, iðgjöld til sjóðsins. Verkefni sjóðsins er ennfremur að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi og heilsufar.

Skil á gögnum

Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs einu sinni í mánuði. Umsóknir og gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist í síðasta lagi 24. hvers mánaðar (breytilegt í desember og febrúar) til að fá borgað út um næstu mánaðamót.

Einfalt er að sækja um og skila gögnum í gegnum Mínar síður félagsins, skoðið og lagið ef þarf bankaupplýsingar, símanúmer og netföng.

Málskotsréttur

Telji sjóðfélagi í sjúkrasjóði Einingar-Iðju að hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hvað varðar umsókn til sjóðsins, sem fellur undir heimildarákvæði reglugerðar sjúkrasjóðsins, er honum heimilt að vísa umsókn sinni til stjórnar félagsins.

Reglur um skil á gögnum til sjúkrasjóðs Einingar-Iðju

Vinsamlegast athugið!

Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs einu sinni í mánuði. Umsóknir og gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist í síðasta lagi 24. hvers mánaðar (breytilegt í desember og febrúar) til að fá borgað út um næstu mánaðamót.

Einfalt er að sækja um og skila gögnum í gegnum Mínar síður félagsins, skoðið og lagið ef þarf bankaupplýsingar, símanúmer og netföng.

Umsóknir um allar greiðslur úr sjúkrasjóði eru lagðar fyrir fund þ.m.t. dagpeningar, endurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, krabbameinsleitar og allra styrkja sem greiddir eru skv. reglugerð sjóðsins.

Þeir sem hættir eru að greiða til félagsins:

  • vegna aldurs, örorku eða langvarandi veikinda eiga  rétt á endurgreiðslum úr sjúkrasjóði í fimm ár eftir að greiðslur hætta að berast, svo sem endurgreiðslur á gleraugum, heyrnartækjum, sjúkraþjálfun og nuddi, líkamsrækt, krabbameinsleit og sálfræðiviðtölum.
  • af öðrum orsökum missa viðkomandi réttinn á sex mánuðum. 

Hjá mörgum félögum innan ASÍ fellur þessi réttur niður á sex mánuðum.