Sjúkrasjóður

Verkefni sjóðsins er að veita sjóðsfélögum Sjúkrasjóðs Einingar-Iðju fjárhagsaðstoð í veikinda-, slysa- og dánartilvikum. Sjóðsfélagar eru þeir sem greitt hafa, eða fyrir þá hafa verið greidd, iðgjöld til sjóðsins. Verkefni sjóðsins er ennfremur að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi og heilsufar.

Skil á gögnum

Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs einu sinni í mánuði. Ekki þarf að fylla út umsókn, einungis þarf að senda inn löglegan reikning eða greiðslukvittun frá viðkomandi aðila á skrifstofur félagsins. Gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist til skrifstofunnar í síðasta lagi 24. hvers mánaðar til að fá borgað út um næstu mánaðamót, en greitt er út síðasta virka dag hvers mánaðar. Sérstakur umsóknarfrestur er í febrúar og í desember og er hann auglýstur sérstaklega.

Málskotsréttur

Telji sjóðfélagi í sjúkrasjóði Einingar-Iðju að hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hvað varðar umsókn til sjóðsins, sem fellur undir heimildarákvæði reglugerðar sjúkrasjóðsins, er honum heimilt að vísa umsókn sinni til stjórnar félagsins.

Reglur um skil á gögnum til sjúkrasjóðs Einingar-Iðju

Vinsamlegast athugið!

Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs einu sinni í mánuði. Ekki þarf að fylla út umsókn, einungis þarf að senda inn löglegan reikning eða greiðslukvittun frá viðkomandi aðila á skrifstofur félagsins. Gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist til skrifstofunnar í síðasta lagi 24. hvers mánaðar til að fá borgað út um næstu mánaðamót. Sérstakur umsóknarfrestur er í febrúar og í desember og er hann auglýstur sérstaklega.

Umsóknir um allar greiðslur úr sjúkrasjóði eru lagðar fyrir fund þ.m.t. dagpeningar, endurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, krabbameinsleitar og allra styrkja sem greiddir eru skv. reglugerð sjóðsins.

Þeir sem hættir eru að greiða til félagsins:

  • vegna aldurs, örorku eða langvarandi veikinda eiga  rétt á endurgreiðslum úr sjúkrasjóði í tvö ár eftir að greiðslur hætta að berast, svo sem endurgreiðslur á gleraugum, heyrnartækjum, sjúkraþjálfun og nuddi, líkamsrækt, krabbameinsleit og sálfræðiviðtölum.
  • af öðrum orsökum missa réttinn á sex mánuðum. 

Hjá mörgum félögum innan ASÍ fellur þessi réttur niður á sex mánuðum.

Úr fræðslusjóðunum eiga þeir sem hættir eru að greiða félagsgjöld vegna aldurs eða örorku rétt á endurgreiðslu vegna ýmissa námskeiða í tvö ár eins og verið hefur.

Þá hafa allir jafnan rétt á að sækja um orlofshús og íbúðir á vegum félagsins og fara í þær ferðir sem í boði eru, kaupa ferðaávísun, útilegu- og veiðikort og nota alla almenna þjónustu og tilboð sem félagið býður.