Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal

Mikilvægt er að mæta vel undirbúinn í atvinnuviðtal, t.d. með því að undirbúa svör við algengum spurningum, gæta þess að koma vel fyrir og afla upplýsinga um fyrirtækið sem sótt er um.

  1. Mæta tímanlega. Ekki koma of seint, en ekki alltof snemma heldur. 
  2. Vera snyrtilegur til fara. Óþarfi að vera uppstrílaður, en það er góð regla að vera í viðeigandi og snyrtilegum klæðnaði sem þér líður vel í.
  3. Ekki gleyma gögnunum - ferilskrá, kynningarbréf, prófskírteini eða annað sem kann að skipta máli.
  4. Kynna sér fyrirtækið - gott er að vita hvað fyrirtækið gerir og undirbúa spurningar um það sem sýna áhuga.

Algengar spurningar í viðtali:

  • Af hverju sóttir þú um starf hjá okkur?
  • Af hverju vilt þú hætta í því starfi sem þú sinnir núna?
  • Hver eru helstu verkefni sem þú sinnir í núverandi starfi?
  • Eru önnur verkefni sem þú hefur ef til vill sinnt utan vinnu og þú vilt segja okkur frá?
  • Segðu okkur aðeins meira frá sjálfri/sjálfum þér. (Einkenni og áhugamál, jafnvel fjölskyldustaða)
  • Hverjir eru helstu kostir/gallar þínir?
  • Ert þú skipulögð/skipulagður í vinnu?
  • Átt þú auðvelt með að sýna frumkvæði? Getur þú nefnt dæmi þar sem þú hefur sýnt frumkvæði í vinnu?
  • Er eitthvað sem þú vilt spyrja okkur um?