Atvinnuviðtal

Mikilvægt er að mæta vel undirbúinn í atvinnuviðtal, hér er að finna nokkur ráð.

1. Stundvísi - mætta á réttum tíma, ekki of snemma og ekki seint.

2. Snyrtimennska - mætta í viðeigandi fatnaði og snyrtilega til fara.

3. Hafa meðferðis gögn - ferilsrá, kynningarbréf, prófskírteini eða annað sem kann að skipta máli.

4. Kynna sér fyrritæki - vita hvað fyrirtækið gerir og undirbúa spurningar um það, sem sýnir áhuga.

Algengar spurningar í viðtali:

  • Afhverju sóttir þú um starf hjá okkur?
  • Afhverju viltu hætta í því starfi sem þú sinnir núna?
  • Hver eru helstu verkefni sem þú sinnir í núverandi starfi?
  • Eru önnur verkefni sem þú hefur ef til vill sinnt utan vinnu og þú vilt segja okkur frá?
  • Segðu okkur aðeins meira frá sjálfri/ sjálfum þér. (Einkenni og áhugamál, hugsanlega fjölskyldustaða)
  • Hverjir eru helstu kostir/gallar þínir?
  • Ertu skipulögð/skipulagður í vinnu?
  • Áttu auðvelt með að sýna frumkvæði? Geturðu nefnt dæmi þar sem þú hefur sýnt frumkvæði í vinnu?
  • Er eitthvað sem þú vilt spyrja okkur um?