Tekjuskattur og persónuafsláttur

Staðgreiðslaskattur sem dregin er af launum er í þrem skattþrepum. Einstaklingar með greiðslur frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að gera ráðstafanir til þess að rétt hlutfall skatts sé dregið af launum þeirra og forðast þannig skattskuld við álagningu.

Af öllum launum ber að greiða skatt. Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu á árinu 2024 er sem hér segir:

Skattþrep 1 Af tekjum 0 – 446.136 kr.
31,48% (þar af 14,93% útsvar)
        Skattþrep 2 Af tekjum 446.137 - 1.252.501 kr.
37,98% (þar af 14,93% útsvar)
        Skattþrep 3 Af tekjum yfir 1.252.501 kr.
46,28% (þar af 14,93% útsvar)
Persónuafsláttur á mánuði
kr. 64.926
Persónuafsláttur á árí
kr. 779.112

 

  • Tekjuskattur og útsvar: á skattskyldar tekjur einstaklinga er lagður á tekjuskattur til ríkisins og útsvar til þess sveitarfélags sem einstalingur er búsettur í. Álagning og uppgjör tekjuskatts og útsvars fer fram í lok júlí ár hvert. Frá reiknuðum tekjuskatti, og eftir atvikum útsvari, er dreginn persónuafsláttur.
  • Persónuafsláttur: allir sem náð hafa 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti. Hjá þeim sem ná 16 ára aldri á tekjuárinu reiknast fullur persónuafsláttur fyrir allt árið. 

Ábyrgð launamanna

  • Hver og einn launamaður ber ábyrgð á að gefa sínum launagreiðanda réttar upplýsingar til að tryggja að rétt staðgreiðsluhlutfall sé dregið af laununum og að nýting persónuafsláttar sé með réttum hætti. 
  • Fari mánaðarlaun yfir 409.986 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreiðendum í næsta skattþrepi fyrir ofan. Fari mánaðarlaun yfir 1.151.012 kr. þarf að reikna staðgreiðslu af þeim hluta sem fer yfir það mark í þrepi þrjú.

Sjá nánar hér um skattþrepin