Tekjuskattur og persónuafsláttur

Af öllum launum ber að greiða skatt. Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu er sem hér segir:

Af tekjum 0 – 336.916 kr.
35,04%
        Af tekjum 336.917 - 945.873 kr.
37,19%
Af tekjum yfir 945.873 kr. 
46,24%
Skatthlutfall barna (fædd 2004 eða síðar)
6% af tekjum umfram 180.000 kr. á ári.
Persónuafsláttur á mánuði
54.628 kr. 
Persónuafsláttur á árí
655.538 kr. 

 

  • Tekjuskattur og útsvar: á skattskyldar tekjur einstaklinga er lagður á tekjuskattur til ríkisins og útsvar til þess sveitarfélags sem einstalingur er búsettur í. Álagning og uppgjör tekjuskatts og útsvars fer fram í lok júlí ár hvert. Frá reiknuðum tekjuskatti, og eftir atvikum útsvari, er dreginn persónuafsláttur.
  • Persónuafsláttur: allir sem náð hafa 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti. Hjá þeim sem ná 16 ára aldri á tekjuárinu reiknast fullur persónuafsláttur fyrir allt árið.