Matvæla- og þjónustudeild

Skýrsla stjórnar frá aðalfundi 2024

Aðalfundur Matvæla- og þjónustudeildar 2024

Aðalfundir deilda félagsins árið 2024 fóru fram á á Hótel KEA fimmtudaginn 8. febrúar kl. 18:30. Fyrst var sameiginlegur fundur allra deilda þar sem flutt var erindi. Að því loknu héldu deildirnar hver fyrir sig halda sinn aðalfund. 

Í ár var kosið til tveggja ára um varaformann og þrjá meðstjórnendur í hverri deild fyrir sig.

Einnig þurfti að kjósa formann og einn meðstjórnanda til eins árs í Matvæla- og þjónustudeildinni.

Í matvæla- og þjónustudeild eru þeir sem vinna:

  • í matvælaiðnaði, svo sem í mjólkuriðnaði, kjötvinnslu og sláturhúsum
  • í kex- og sælgætisverksmiðjum og við drykkjarvöruiðnað
  • við verkun og vinnslu á ferskum sjávarafla, þ.e. í frystingu, söltun og skreiðarverkun, rækju- og skelfiskvinnslu, í fiskeldi, hrogna- og síldarvinnslu, loðnubræðslum og við línubeitingu
  • við ræstingar og eldhússtörf hjá almennum atvinnurekendum
  • á veitingahúsum, hótelum og gistiheimilum
  • í þvottahúsum og efnalaugum hjá almennum  atvinnurekendum
  • hjá ferðaþjónustu bænda og við annað sem fellur undir ferðaþjónustu
  • við gæslu (öryggis- og næturvarðmenn)

Stjórn Matvæla- og þjónustudeildar

Til aðalfundar 2025

Formaður: Baldvin Hreinn Eiðson, Kjarnafæði-Norðlenska
Ritari: Sigríður Jósepsdóttir, Dalvík
Meðstjórnandi:           Júlía Björk Kristmundsdóttir, MS-Akureyri
Meðstjórnandi: Steinþór Berg Lúthersson, ÚA
Meðstjórnandi: Unnur Hrafnsdóttir, Dagar hf.


Til aðalfundar 2026

Varaformaður: Bethsaida Rún Arnarson, ÚA
Meðstjórnandi: Hlynur Aðalsteinsson, Öryggismiðstöðin
Meðstjórnandi:           Elsa Hrönn Gray Auðunsdóttir, Verksmiðjan
Meðstjórnandi: Sveinbjörn Kroyer Guðmundsson, Coca-cola