Verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits

Nokkur stéttarfélög sem eru starfandi í Eyjafirði og á Norðurlandi vestra gerðu með sér samkomulag árið 2016 um stóraukið vinnustaðaeftirlit með því að ráða einn sameiginlegan starfsmann fyrir svæðið. Nú gegnir Ásta Guðný starfinu og starfar fyrir 11 stéttarfélög, er með aðsetur á skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri en skipuleggur og fer í vettvangsferðir á vinnustaði á samningssvæðinu sem er Eyjafjörður, Skagafjörður og Húnavatnssýslur.