Samtök atvinnulífsins

Kjarasamningar fjalla um kaup og kjör. Til að mynda laun, vinnutíma, orlof, yfirvinnu, uppsagnarfrest, veikindarétt og fleira. Kjarasamningur Einingar-Iðju við Samtök atvinnulífsins er gerður með atbein Starfsgreinasambands Íslands.  

Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins
 • Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins (Gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022)
 • Samningur þessi fjallar til að mynda um eftirtalin störf: Almennt verkafólk, ræstingu, vaktmenn, fiskvinnslufólk, byggingraverkamenn, sorphirðumenn, iðnverkafólk, matráða, hafnarverkamenn, tamningamenn, tækjastjórnendur, bílstjóra, hópbifreiðarstjóra. 

Agreement between SA Confederation of Icelandic Enterprise and Federation of General and Special Workers In Iceland 1 April 2019 to 1 November 2022

Układ zbiorowy pracy zawarty między Konfederacją Pracodawców (Samtök atvinnulífsins) a Federacją pracowników ogólnych i specjalnych (Starfsgreinasamband Íslands) 1 kwietnia 2019 do 1 listopada 2022

Kjarasamningur SGS og SA vegna veitinga-, gisti-. þjónustu- og greiðasölustaða 

Agreement between SGS and SA for catering, accommodation, service and snack bars, leisure companies and similar activities.

Układ Zbiorowy pracy zawarty między SGS og SA w związku z pracownikami restauracji, hoteli, punktów usługowych, płatniczych, rozrywkowych oraz o podobnej działalności. 

Aðrir samningar:

Kauptaxtar SGS við SA

Kauptaxti sem hér um ræðiðir gildir fyrir almennt verkafólk, ræstingu, vaktmenn, fiskvinnslufólk, byggingraverkamenn, sorphirðumenn, iðnverkafólk, matráða, hafnarverkamenn, tamningamenn, tækjastjórnendur, bílstjóra, hópbifreiðarstjóra. ásamt starfsfólki sem starfar í veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hlið stæðrar starfssemi.

Leiðbeiningar
 1. Finna starf í upptalningu og hvaða launaflokkur á við.
 2. Fletta upp í launatöflu launaflokki. (Allar launatölur sem gefnar eru upp eru fyrir skatt og miða við 100% starf)
Aldur
 • Við mat á starfsaldri til launa telst 22 ára aldur jafngilda eins árs starfi í starfsgrein.
 • Byrjunarlaun og laun unglinga í kjarasamningi þessum miðast við að starfsmaður hafi náð 18 ára aldri og öðlast hæfni til að sinna viðkomandi starfi.
 • Þjálfunartími miðast að hámarki við 300 klst. hjá sama atvinnurekanda eða 500 klst. í starfsgrein eftir 16 ára aldri er náð.
 • Á þjálfunartíma er heimilt að greiða 95% af byrjunarlaunum.
 • Laun 17 ára eru 89% af byrjunarlaunum 18 ára (Aldursþrep miðast við fæðingarár)
 • Laun 16 ára eru 84% af byrjunarlaunum 18 ára (Aldursþrep miðast við fæðingarár)
 • laun 15 ára eru 71% af byrjunarlaunum 18 ára (Aldursþrep miðast við fæðingarár)
 • Laun 14 ára eru 62% af byrjunarlaunum 18 ára (Aldursþrep miðast við fæðingarár)
 Reynsla
 • Starfsreynslu skal meta til launaþrepa skv. launaákvæðum samnings þessa. Starfsaldur, m.v. starfsreynslu í sömu starfsgrein, skal metinn skv. staðfestum upplýsingum um fyrri störf, og skal það gilda, þótt starfshlé úr greininni verði allt að þrjú ár. Sé starfshlé lengra skal leggja mat á starfsreynslu og hæfni við röðun í launaþrep. Ágreiningur skal leystur af stjórnanda í samráði við trúnaðarmann. Tímabundin störf skulu talin saman m.v. unna daga eða dagvinnustundir. 
 • Við mat á starfsaldri til launa telst 22 ára aldur jafngilda eins árs starfi í starfsgrein.
 • Starfsmaður skal leggja fram staðfestingu á starfsreynslu í starfsgrein og er starfsaldur metinn frá og með næstu mánaðarmótum eftir að staðfesting liggur fyrir.
Flokkstjórn - vaktstjórn
 • Ef starfsmaður er ráðinn sem flokksstjóri skal greitt sérstaklega fyrir stjórnunarlega ábyrgð. Álag skal koma fram í ráðningarsamningi og ráðast af eðli og umfangi starfsins ásamt ábyrgð sem því fylgir.
Samingsfrelsi
 • Kjarasamningar eru lágmarkskjarasamningar og kveða því á um lágmarkskaup og kjör. Það þýðir að óheimilt er að greiða lægra kaup en þar er kveðið á um, sbr. 1. gr. laga um starfskjör launafólks nr. 55/1980.
 • Vinnuveitendum og launamönnum er hins vegar frjálst að semja sín á milli um hærri greiðslur. Samkvæmt kjarasamningum er gert ráð fyrir að allir launamenn sem eru ráðnir til starfa í lengri tíma en eins mánaðar skuli fá ráðningarsamning eða ráðningarbréf. Það er hlutverk vinnuveitandans að útbúa ráðningarsamning og ber hann því hallan af óskýrri framsetningu.