Trúnaðarmenn

Trúnaðarmenn Einingar-Iðju eru mikilvægir hlekkir í starfi félagsins. Samkvæmt samningum á að vera trúnaðarmaður á öllum vinnustöðum sem hafa 5 eða fleiri félagsmenn. Þar sem starfa fleiri en 50 eiga að vera 2 trúnaðarmenn.

Við kosningu öðlast trúnaðarmaður um leið sérstaka lagalega vernd í starfi sínu, fær umboð félagsins til að fara með mál annarra og verður fulltrúi þess á vinnustaðnum. Meginhlutverk trúnaðarmanna er að gæta þess að lög og samningar séu haldnir á vinnustaðnum og vera tengiliður starfsmanna við stéttarfélagið.

Trúnaðarmenn eiga samningsbundinn rétt til að sækja námskeið án launaskerðingar en þurfa að sjálfsögðu að sækja námskeiðin í samráði við yfirmann sinn. 

Ef það er ekki trúnaðarmaður á þínum vinnustað hafðu þá samband við skrifstofu Einingar-Iðju og við setjum upp vinnustaðafund til að kjósa trúnaðarmann.  

Hægt er að skrá sig á trúnaðarmannanámskeið með því að senda póst á ein@ein.is eða hringja í 460 3600. 

Orðakista ASÍ - OK er orðasafn ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga og erlendum félagsmönnum.

Um er að ræða smáforrit sem þýðir orð tengd íslenskum vinnumarkaði. Allt efni er fengið úr kjarasamningum og öðru útgefnu efni sem tengist vinnumarkaði með beinum hætti. Lögð var áhersla á forrit sem væri einfalt og fljótlegt í notkun. Þegar orð er slegið inn birtast allar myndir þess sem finnast í gögnunum, ásamt þýðingu og setningadæmum. Smáforritið er aðgengilegt fyrir öll snjalltæki, bæði Android og iOS.

Apple App Store: http://bit.ly/ordakista-ios