Trúnaðarráð

Trúnaðarráð skal vera starfandi í félaginu. Í ráðinu eiga sæti 60 félagsmenn auk stjórnarmanna og varasvæðisfulltrúa. Trúnaðarráð er kjörið skv. 23. gr. laga Einingar-Iðju

  1. Formaður félagsins skal vera formaður trúnaðarráðs og ritari félagsins ritari þess.
  2. Formaður kveður trúnaðarráð til funda með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Skylt er formanni að boða trúnaðarráð til fundar ef þriðjungur þess óskar og tilgreinir fundarefni. Trúnaðarráðsfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. 
  3. Formaður getur í nafni félagsstjórnar kallað saman trúnaðarráð stjórninni til aðstoðar þegar félagsleg vandamál ber að höndum og ekki eru tök á að ná saman félagsfundi, og ræður einfaldur meirihluti úrslitum í slíkum málum.
  4. Trúnaðarráð kýs samninganefnd félagsins í samræmi við 19. gr. hér á eftir og ber ábyrgð á kjarasamningagerð þess. Einnig skal trúnaðarráð skipa formann kjörstjórnar, þegar við á skv. 18. gr..
  5. Trúnaðarráð tekur ákvörðun um myndun eða fækkun/fjölgun starfsgreinadeilda og hverjir séu í hverri deild. 
  6. Trúnaðarráð tekur ákvörðun um myndun eða fækkun/fjölgun svæðisfulltrúa og hvar þeir skulu vera staðsettir. 
  7. Trúnaðarráð leggur fram lista með fulltrúum á þing og ársfundi þeirra samtaka sem félagið er aðili að.
  8. Trúnaðarráð tekur til umræðu og afgreiðslu tillögur uppstillingarnefndar um stjórnarsæti og skilar þeim til kjörstjórnar félagsins. 
  9. Trúnaðarráð leggur fram framboðslista, tilgreint skal með skýrum hætti til hvaða stjórnarsætis tillaga er gerð um mann eða menn.
  10. Trúnaðarráð skal leita eftir tilnefningum í samninganefnd svo tímanlega að ný samninganefnd geti hafið undirbúning að nýjum aðalkjarasamningi minnst fimm mánuðum áður en gildandi kjarasamningar renna út. Trúnaðarráð skipar í þau sæti sem eftir eru með tilliti til starfsgreina og/eða vinnustaða.
  11. Trúnaðarráð kýs fulltrúa á ársfund/þing ASÍ, AN og SGS.