Vinnustaðaskírteini

Markmið vinnustaðaskírteina og eftirlits á vinnustöðum er að tryggja að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Samráðsnefnd ASÍ og SA hefur veitt sérstökum eftirlitsfulltrúum heimild til að annast eftirlit og hafa þeir rétt skv. l. nr. 42/2010 til aðgangs að vinnustöðum og heimild til að krefja atvinnurekanda og launamenn hans um að sýna vinnustaðaskírteini. Skulu þeir skrá niður upplýsingar og senda áfram til opinberra aðila s.s. RSK og Vinnumálastofnunar.

Vilhelm Adolfsson, starfsmaður félagsins, er sameiginlegur fulltrúi 13 stéttarfélaga sem eru starfandi í Eyjafirði og á Norðurlandi vestra. Að auki eru nokkrir starfsmenn Einingar-Iðju eftirlitsfulltrúar með vinnustaðaskírteinum.