Sjúkraíbúðir í Reykjavík

Eining-Iðja á tvær sjúkraíbúðir í Reykjavík, önnur er í Sóltúni og hin í Ásholti. Þær eru ætlaðar til leigu fyrir félagsmenn sem þurfa að dvelja í höfuðborginni á meðan þeir leita sér lækninga. Þær eru búnar öllum helsta húsbúnaði og eru leigðar eftir því sem félagsmönnum hentar, það er fólk er ekki bundið við að leigja í eina viku í senn heldur er hægt að leigja í tiltekinn dagafjölda.

 

Sóltún          Ásholt