Frístundakort og hótelmiðar

Í vefverslun félagsins sem er inn á Mínum Síðum Einingar-Iðju er m.a. hægt að versla Útilegukortið og Veiðikortið og gistimiða á þrjú hótel. 

Frístundakort

Útilegukortið sumarið 2025

Útilegukortið gildir á viðkomandi tjaldsvæðum á meðan tjaldsvæðin eru opin fyrir almenning út árið 2025, en þó ekki lengur en til 15. september. Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.

Ath! gistináttaskattur er ekki innifalinn í Útilegukortinu.

Kortið er EKKI til sölu á skrifstofum félagsins. Kortið verður eingöngu til sölu á Mínum síðum félagsins!  Útilegukortið er hægt að fá sent í pósti frá Útilegukortinu eða rafrænt. Þegar rafrænt kort er valið er hægt að fá það sent í tölvupósti og/eða SMS eftir að greiðsla fer fram. Þá þarf viðkomandi að skanna QR kóða til að fá kortið beint í rafrænt veski í símann sinn. Nauðsynlegt er að setja upp rafrænt veski í símann áður en ýtt er á hlekk sem kemur frá söluaðila (Útilegukortinu).

Athugið að gott er að panta með góðum fyrirvara. Það getur tekið allt að viku, jafnvel rúmlega það, að fá kort með póstinum. 

Kaupa kort

Allar upplýsingar um kortið má fá á vefsíðunni www.utilegukortid.is

Veiðikortið sumarið 2025

Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 37 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra.

Kaupa kort

Kortið er EKKI til sölu á skrifstofum félagsins. Kortið verður eingöngu til sölu á Mínum síðum félagsins! Veiðikortið er hægt að fá sent í pósti frá Veiðikortinu eða rafrænt. Athugið að gott er að panta með góðum fyrirvara. Það getur tekið allt að viku, jafnvel rúmlega það, að fá kort með póstinum. Þegar rafrænt kort er valið er hægt að fá það sent í tölvupósti og/eða SMS eftir að greiðsla fer fram.

Veiðikortið í símann þinn.

Ef þú ert með Android verður þú að niðurhala í símann þinn SmartWallet. Síðan getur þú einfaldlega opnað myndavélina inni í appinu og skannað inn QR kóðann sem þú færð sendann.

Ef þú ert með Apple getur þú notað Apple Wallet appið sem er þegar í símanum þínum. Einfaldlega opnaðu myndavélina á símanum þínum og skannaðu QR kóðann.

Ath. að prenta út mynd af Rafræna Veiðikortinu sem birtist í tölvupóstinum með QR kóðaunum til að hafa í mælaborði bifreiðar, sérstaklega þegar veitt er í Þingvallavatni og Elliðavatni.


Prenta þarf svona mynd til að hafa í mælaborði!

Allar frekari upplýsingar og lista um veiðisvæði má nálgast á www.veidikortid.is

Hótelmiðar

Berjaya Iceland Hotel

Gistimiðarnir gilda fyrir tveggja manna standard herbergi á eftirfarandi fjórum Berjaya hótelum:

  • Berjaya Hotel Akureyri
  • Berjaya Hotel Mývatni
  • Berjaya Hotel Héraði
  • Berjaya Hotel Reykjavík Natura.

Verð eru án gistináttaskattat sem er 800 ISK per herbergi per nótt.

Morgunverður kostar aukalega kr. 4.050.- per gest

Kaupa gistimiða

Berjaya hótelin bjóða öll gistingu í standard eins og tveggja manna herbergjum (guest room), mörg þeirra bjóða upp á möguleika í uppfærslu í aðrar herbergjatýpur gegn aukagjaldi. Leyfilegt er að taka með sér börn í herbergi án þess að greiða aukalega ef ekki þarf aukarúm.
Hótelin bjóða öll upp á fjölbreyttar veitingar á glæsilegum veitingastöðum.

ATH!! Borið hefur á að í stað hótelmiða sé greiðslukvittun framvísað, en þar kemur ekki fram númer sem hótelin þurfa til að virkja miða og gildir því ekki sem greiðsla.

  • Stéttarfélagsverð eru aðeins bókanleg í síma 444 4000 eða með tölvupóst á reservations@icehotels.is en EKKI á netmiðlum (hvorki á heimasíðu hótelanna né öðrum miðlum)
  • Við bókun/innritun þarf að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu fyrir herbergi

Hótel EDDA - sumar 2025

Hótel Edda sumarið 2025
Stéttarfélagsávísanirnar gilda fyrir tveggja manna herbergi á Hótel Eddu á Akureyri og á Egilsstöðum.

Morgunverður er ekki innifalið.

  • Hótel Edda herbergi m/baði (Akureyri og Egilsstaðir) kr. 23.500.-
  • Hótel Edda herbergi m/handlaug (einungis á Akureyri) kr. 17.100.-
  • Morgunverður kostar aukalega kr. 4.050,- per gest

Kaupa gistimiða

ATH!! Borið hefur á að í stað hótelmiða sé greiðslukvittun framvísað, en þar kemur ekki fram númer sem hótelin þurfa til að virkja miða og gildir því ekki sem greiðsla.

  • Stéttarfélagsverð eru aðeins bókanleg í síma 444 4000 eða með tölvupóst á reservations@icehotels.is en EKKI á netmiðlum (hvorki á heimasíðu hótelanna né öðrum miðlum)
  • Við bókun/innritun þarf að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu fyrir herbergi

Upplýsingar um hótelin ásamt opnunartíma Eddu hótelanna má finna hér

Konvin hótel - Keflavík

Konvin Hótel er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ. Staðsetningin er því fullkomin fyrir þá sem eru að ferðast til landsins eða úr landinu.

Félagsmenn þurfa að kaupa gistimiða /voutcer sem greiðslu fyrir herbergið en bóka herbergið sjálfir hjá Konvin - morgunmatur er greiddur á staðnum.

Verð og kaup á gistimiða - Kaupa gistimiða
Bóka gistingu á Konvin -  Bókanir stéttarfélaga

Innifalið í verði: Með eða án morgunmats, flugvallarskutl fyrir einstaklingsbókanir, VSK og Gistináttagjald. 
Afbókunar-/No ​ ​Show-skilmálar: ​ ​48 ​ ​klst. ​ ​Rukkað ​ ​er ​ ​fyrir ​ ​1 ​ ​nótt.
Barnaskilmálar: ​ ​6 ​ ​ára ​ ​og ​ ​yngri ​ ​gista ​ ​frítt ​ ​ef ​ ​þau ​ ​deila ​ ​rúmi ​ ​með ​ ​forráðamönnum. ​ ​Gildir ​ ​einnig ​ ​um morgunverð.
Aukarúm: ​ ​Rimlarúm​ ​eru ​ ​í ​ ​boði, ​ ​gestum ​ ​að ​ ​kostnaðarlausu. ​ ​Ekki ​ ​er ​ ​hægt ​ ​að ​ ​bæta ​ ​við fullorðinsrúmum ​ ​á ​ ​herbergjum ​ ​hótelsins.
Hópar: ​ ​​Ef ​ ​bókaður ​ ​herbergjafjöldi ​ ​er ​ ​10 ​ ​eða ​ ​fleiri, ​ ​flokkast ​ ​það ​ ​sem ​ ​hópabókun. ​ ​​Sérstaklega ​ ​er samið ​ ​um ​ ​hópaverð ​ ​hverju ​ ​sinni ​ ​og ​ ​gilda ​ ​aðrir ​ ​skilmálar ​ ​um ​ ​þá.