Kjarasamningar

Kjarasamningar fjalla um kaup og kjör, til að mynda laun, vinnutíma, orlof, yfirvinnu, uppsagnarfrest, veikindarétt og fleira. Kjarasamningar gilda fyrir ákveðna hópa og svæði. Stéttarfélög eru formlegur samningsaðili við aðila vinnumarkaðarins, í vissum tilfelum taka stéttarfélög sig saman og vinna að gerð þeirra í heilsarsamtökum á borð svið Starfsgreinasamband Íslans (SGS)

Vinnumarkaður er í raun tvískiptur og má greina niður í almennan vinnumarkað ( þar sem samið er við samtök atvinnulífsins) eða opinberan vinnumarkað ( þar sem samið er við ríki og sveitarfélög). 

Mikilvægt að hafa í huga þegar finna á samning þann sem unnið er eftir

  • Misjafnar reglur gilda eftir því hvort unnið er á almennum markaði hjá ríki eða sveitarfélagi
  • Í vissum tilfellum geta sérreglur átt við um ákveðnar greinar
  • Gæta þess að skoða ávallt nýjasta samninginn