Gistimiðar og frístundakort

Með miðakerfinu í Frímann, nýju orlofshúsakerfi félagsins, getur félagið boðið félagsmönnum upp á að kaupa miða sem gilda á fleiri hótel en áður. Undanfarin ár hefur félagið verið með niðurgreidda miða á Kea hótelin, Íslandshótelin og Hótel Eddu. Núna geta félagsmenn einnig keypt miða á Icelandair hótelin, Alba Guesthouse, Hótel Ísland, Hotel Vestmannaeyjar og Hótel Klaustur.

Einnig er félagið þarna inni með til sölu Útilegukortið og Veiðikortið. Auðvelt er að kaupa kortin í gegnum Orlofshúsavefinn, þá sendist pöntun til viðkomandi söluaðila sem senda kortin til félagsmanna. Áfram verður hægt að kaupa þessi kort á skrifstofum félagsins.

Nánari upplýsingar og verð má finna á Orlofsvef félagsins