Við bjóðum félagsmönnum okkar að kaupa ferðaávísun sem tryggir bestu kjörin á gistingu á hótelum og gistiheimilum um allt land. Stéttarfélögin sem eiga aðild að Frímann-kerfinu hafa sameinað krafta sína og komist að samkomulagi við fjölmörg hótel og gistiheimili víðs vegar um landið. Þau hafa boðið félagsmönnum okkar afar hagstætt verð. Í ofanálag niðurgreiðum við gistinguna um 20% af valinni upphæð. Niðurgreiðslan getur að hámarki verið 15.000 krónur á hverju almanaksári.
Félagsmenn skrá sig inn á orlofsvefinn og kaupa þar ferðaávísun sem gildir á tugum hótela og gistiheimila í öllum landsfjórðungum, án þess að festa dagsetningu dvalarinnar. Þeir velja upphæð ávísunarinnar og greiða fyrir. Þeir bóka því næst gistingu á þeim stað sem þeim hugnast en herbergi, þjónusta og verð er breytilegt á milli gististaða.
Ef svo háttar að umrætt hótel eða gistiheimili er fullt, eða ef ferðaáætlunin tekur breytingum þegar nær ferðinni dregur, er hægt að nota ávísunina hjá hvaða samstarfsaðila sem er, hvenær sem gistipláss er laust og með hvaða tilboði sem er. Þannig hafa félagsmönnum verið tryggð bestu hugsanlegu kjör og útilokað að þeir fari á mis við betri tilboð, til dæmis þegar líður á komandi sumar.
Þegar farið er inn á orlofsvefinn, og smellt á „Ferðaávísun“, opnast síða þar sem hægt er að skoða þau fjölmörgu tilboð á gistingu sem félagsmönnum standa til boða. Í boði er allt frá einfaldri gistingu á litlum gistiheimilum upp í vegleg hótelherbergi með fullri þjónustu og dýrindis morgunverði. Einnig er hægt að velja upphæð að eigin vali, til dæmis 5.000 eða 15.000 krónur, og nota hvar sem er þegar land er lagt undir fót. Ávísunin veitir aðgang að bestu tilboðum þessara hótela og gistiheimila. Valið er þitt.
Einnig er félagið þarna inni með til sölu Útilegukortið og Veiðikortið. Auðvelt er að kaupa kortin í gegnum Orlofshúsavefinn, þá sendist pöntun til viðkomandi söluaðila sem senda kortin til félagsmanna. Áfram verður hægt að kaupa þessi kort á skrifstofum félagsins.
Hér fyrir neðan má finna nokkrar spurningar og svör um þessa nýju ferðaávísun.
Hvað er ferðaávísun?
Hvers vegna ætti ég að kaupa ferðaávísun?
Hvar sé ég hvaða tilboð eru í boði?
Þarf ég að binda mig við tiltekið hótel?
Hvernig get ég treyst því að það komi ekki fram betri tilboð eftir að ég hef keypt ferðaávísun?
Hvar kaupi ég ferðaávísunina og hvernig nálgast ég hana?
Hvernig nota ég ferðaávísunina?
Get ég fengið ávísunina endurgreidda?
Ég hef notað hluta ferðaávísunarinnar, get ég fengið restina til baka?
Rennur ávísunin út?
Ég hef ekki aðgang að tölvu eða snjallsíma eða er ekki með rafræn skilríki. Hvernig get ég keypt ferðaávísun?