Alþjóðlegur baráttudagur launafólks verður haldinn hátíðlegur með dagskrá á Akureyri og í Fjallabyggð fimmtudaginn 1. maí.
Í ár fylkjum við liði undir kjörorðunum Við sköpum verðmætin og hvetjum við félagsfólk til þess að sýna samstöðu með því að fjölmenna í kröfugöngu á Akureyri og taka þátt í hátíðardagskrá á Akureyri og í Fjallabyggð.
Dagskrá á Akureyri
Kröfuganga
13:45 – Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
14:00 – Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar
Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu
Boðið verður upp á kaffihressingu að dagskrá lokinni. Pylsur, safi og andlitsmálning fyrir börnin.
Dagskrá í Fjallabyggð
Boðið verður upp á létta dagskrá í sal félaganna að Eyrargötu 24b Siglufirði miðvikudaginn 1. maí milli kl. 14:30 og 17:00
Ávarp frá 1. maí nefnd stéttarfélaganna - Ína Sif Stefánsdóttir
Boðið verður upp á kaffiveitingar