Íslandshótel

Eining-Iðja hefur til sölu niðurgreidda gistimiða frá Íslandshótel, sem skiptast í 3 hótelvörumerki sem hafa starfsemi sína á Íslandi — Fosshótel sem eru staðsett hringinn í kringum landið, Grand Hótel Reykjavík og Hótel Reykjavík Centrum. Félagsmenn geta notað gistimiðana á öll þessi hótel. Verð miða er kr. 11.500 og gildir hann fyrir árið 2020. Miðana er hægt að kaupa á skrifstofum Einingar-Iðju.

Athugið að yfir sumartímabilið þarf að nota tvo gistimiða og að sumartímabilið er ekki það sama í Reykjavík og á landsbyggðinni.

Bókanir skulu berast beint á viðkomandi hótel eða á söluskrifstofu Íslandshótela. Athugið ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvél á heimasíðu ef greiða á með gistimiða. Ráðlagt er að bóka með fyrirvara, en við pöntun þarf að koma fram að greitt verði með gistimiða því takmarkað magn herbergja á gistimiðum er í boði.

Hver miði gildir fyrir eina nótt í standard tveggja manna herbergi með morgunverði. Hótel áskilja sér rétt til að bjóða hærra gjald fyrir aðrar herbergistýpur sem greiðist aukalega við innritun.

Tímabil - Reykjavík

  • Vetur (1. janúar - 31. maí og 1. okt - 31. desember) - 1 gistimiði fyrir eina nótt
  • Sumar (1. júní til og með 30. september) - 2 gistimiðar fyrir eina nótt 

Tímabil - Landsbyggðin

  • Vetur (1. janúar- 31. maí og 1. september - 31. desember) - 1 gistimiði fyrir eina nótt
  • Sumar (1. júní til og með 31. ágúst) - 2 gistimiðar fyrir eina nótt  

Miðarnir gilda á eftirfarandi hótelum