Ríkismennt SGS er þróunar-og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS). Sjóðurinn tók formlega til starfa 1. júní 2005.
Markmið sjóðsins er annars vegar að efla símenntun starfsmanna og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfsvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma.
Einstaklingar sækja um styrki á þar til gerðum eyðublöðum til viðkomandi stéttarfélags sem sér um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar.
Nú hefur Eining-Iðja opnað fyrir Mínar síður þar sem félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og geta m.a. sótt um rafrænt þá styrki sem í boði eru í sjúkrasjóði og í fræðslusjóði. Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig inn til að prófa síðuna. Ef þið lendið í vandræðum með innskráninguna þá er starfsfólk félagsins boðið og búið að aðstoða ykkur. Félagsmenn, skoðið vel og lagið ef þarf bankaupplýsingar, símanúmer og netföng.