Almennt

Almennt

Aðalbjörg er þjónustufulltrúi sjóða félagsins. Þ.e. fræðslu-, orlofs- og sjúkrasjóðs, veitir m.a. upplýsingar varðandi styrki úr fræðslusjóðunum Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt. 

Hún hefur umsjón með leigu orlofshúsa og íbúða, skipti á húsum við önnur félög fyrir sumarið og sér um orlofsúthlutanir og allt sem að því lítur.

Ásgrímur er upplýsingafulltrúi Einingar-Iðju. Hann sér m.a. um heimasíðu félagsins, félagsblaðið, trúnaðarmannakerfið ásamt varaformanni o.fl. Ásgrímur er einnig eftirlitsfulltrúi vegna vinnustaðaeftirlits.

Elsa er skrifstofustjóri og gjaldkeri félagsins. Hún er jafnframt formaður sjúkrasjóðs.

Helga er þjónustufulltrúi á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík.

Íris sér um ræstingar á skrifstofu félagsins á Akureyri.

Rósfríð annast bókhald og sér einnig um innheimtu iðgjalda.

Vilhelm er afgreiðslufulltrúi félagsins á Akureyri.