Skilafrestur úr jólablaði - krossgáta og getraun

Skilafrestur til að senda inn lausn úr krossgátu og svar við getraun sem birtust í síðasta jólablaði félagsins rennur út kl. 16 í dag, mánudaginn 8. janúar.

Hér má finna hlekki til að senda inn lausn úr krossgátu sem finna má í jólablaði Einingar-Iðju 2023 og einnig svar úr getraun sem birtist í blaðinu.

Skilafrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 8. janúar 2024.

Dregið verður úr réttum innsendum svörum fljótlega eftir að skilafresti lýkur og haft verður samband við vinningshafana.