Að gefnu tilefni bendir Eining-Iðja á!

Launagreiðslur falla ekki niður þó atvinnurekandi ákveði að loka vinnustað tímabundið vegna aðstæðna í samfélaginu.

Óheimilt er að senda launamann í launalaust leyfi vegna samdráttar. Ef gert er samkomulag um launalaust leyfi skal alltaf setja það skilyrði að atvinnurekanda sé óheimilt að grípa til uppsagnar á meðan leyfið varir.

Skerðing á starfshlutfalli verður að byggja á samkomulagi milli fyrirtækis og einstaklings þar sem fram kemur hver breyting á starfshlutfallinu er og til hvaða tímabils skerðingin nær.

Atvinnurekanda er óheimilt að krefjast vinnuframlags frá launamanni umfram það starfshlutfall sem samið er um.

Ef auknar skyldur eru lagðar á launamann í starfi og/eða starfslýsingu breytt til að bregðast við ástandinu í samfélaginu, s.s. með umtalsverðri aukningu í þrifum, þá skal endurskoða starfsmat viðkomandi eða greiða álagsgreiðslur.

Við uppsögn launamanns gilda ákvæði kjarasamninga um framkvæmd þeirra og lengd uppsagnarfrests.

Ef launamanni er sagt upp fyrirvaralaust skal strax hafa samband við félagið.

Ef eitthvað af þessu passar við þig eða ef þú ert í vafa um rétindi þín leitaðu þá eftir upplýsingum hjá félaginu.