Kjarasamningur SGS og ríkisins - kynningarefni komið á netið

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð 6. mars síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn stendur frá kl. 12:00 á morgun, fimmtudaginn 19. mars, til kl. 16:00 fimmtudaginn 26. mars nk. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihalds samningsins og nýta atkvæðisrétt sinn.

Á heimasíðu SGS má finna kynningarefni um nýja samninginn, m.a. kynningarmyndband þar sem Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, fer yfir helstu atriði nýs kjarasamningsins.