Kynning í Hólaskóla

Björn, formaður Einingar-Iðju í Eyjafirði tók vel í boðið og mætti ásamt lögfræðingum félagsins og f…
Björn, formaður Einingar-Iðju í Eyjafirði tók vel í boðið og mætti ásamt lögfræðingum félagsins og fulltrúa Öldunnar í Skagafirði með öfluga og ítarlega kynningu,“ sagði Jóhanna og bætti við að kynningin hefði gengið afar vel.

Fyrr í vikunni fóru þrír starfsmenn félagsins í Hólaskóla og voru þar með kynningu á réttindum og skyldum á vinnumarkaði fyrir um 50 nemendur skólans sem sitja námskeiðið Fjárhagur og rekstur. Þarna voru á ferð Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins og þau Arnór Sigmarsson og Eyrún Halla Eyjólfsdóttir starfsmenn félagsins ásamt Þórarni Sverrissyni, formanni Öldunnar stéttarfélags.

"Ánægja nemenda var augljós"
Jóhanna María Elena Matthíasdóttir tók við námskeiðinu Fjárhagur og rekstur á Hólum í fyrra haust. Hún sagði við tíðindamann heimasíðunnar að um sé að ræða námskeið sem flestar brautir við Háskólann á Hólum taka á fyrsta ári í námi og þar sem farið er yfir mikilvæga þætti er varða regluverk skatta og fjárhagslegs utan um halds rekstrar, sem og veitir innsýn í bókhald og launamál í rekstri. „Nemendahópurinn samanstendur af einstaklingum sem ýmist eru eða verða bæði launþegar og atvinnurekendur. Þó ég hafi bærilega þekkingu á vinnurétti eftir að hafa sjálf komið að réttindamálum á yngri árum fannst mér strax eftir fyrsta kennsluár mitt á námskeiðinu áhugaverð hugmynd að fá inn fulltrúa stéttarfélaga til að fjalla um vinnumarkaðsmál, réttindi og skyldur launþega og vinnuveitenda eins og aðstæður eru í dag. Því lét ég verða af því að hafa samband og biðja um gestafyrirlestur í staðarlotu námskeiðsins á þessu ári, en hún fór fram nú í byrjun vikunnar og þar voru allflestir nemendur námskeiðsins viðstaddir. Björn, formaður Einingar-Iðju í Eyjafirði tók vel í boðið og mætti ásamt lögfræðingum félagsins og fulltrúa Öldunnar í Skagafirði með öfluga og ítarlega kynningu,“ sagði Jóhanna og bætti við að kynningin hefði gengið afar vel. „Það var gaman að sjá hve áhugasamir nemendur voru, margar spurningar vöknuðu og þarna gátu nemendur einnig leitað leiðsagnar í málum sem þau höfðu upplifað og svara við spurningum vegna mála sem þau þekktu til eða öðrum vangaveltum. Ánægja nemenda var augljós og ég vil tvímælalaust fá kynningu aftur í námskeiðinu að ári liðnu, enda tel ég uppfræðslu til nemenda á öllum námsstigum um réttindi og skyldur launþega og vinnuveitenda gríðarlega mikilvægan þátt í að skapa heilbrigt vinnuumhverfi til framtíðar.“