Mínar síður félagsins - hvernig væri að kíkja í heimsókn?

Á Mínum síðum Einingar-Iðju geta félagsmenn m.a. skoðað og sótt rafrænt um þá styrki sem í boði eru í sjúkrasjóði og í fræðslusjóði. Þá geta þeir séð ýmsar upplýsingar um sig sem félagið hefur, séð orlofspunktastöðu sína, skoðað laus orlofshús og pantað eða sótt um og greitt fyrir þau. Einnig séð greiðslur sem borist hafa af þeim og stöðu umsókna. 

Hvernig væri að kíkja í heimsókn?
Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig inn til að skoða síðuna. Ef þið lendið í vandræðum með innskráninguna þá er starfsfólk félagsins boðið og búið að aðstoða ykkur. Félagsmenn, skoðið vel og lagið ef þarf bankaupplýsingar, símanúmer og netföng.

Á mínum síðum geta félagsmenn t.d.:

  • Sótt um styrki sem í boði eru í sjúkrasjóði og í fræðslusjóði
  • Séð stöðu umsókna
  • Pantað/sótt um og greitt fyrir orlofshús og íbúðir
  • Uppfært persónuupplýsingar
  • Skoðað áður afgreiddar umsóknir
  • Tekið þátt í ýmsum kosningum og atkvæðagreiðslum hjá félaginu

Félagar! Endilega skráið bankaupplýsingar, tölvupóst og síma á MÍNAR SÍÐUR - við viljum geta sent mikilvægar upplýsingar til ykkar!
Til að kanna þínar upplýsingar þá smellir þú á örina niður sem er efst á Mínum síðum, hægra megin við nafnið þitt. Þá birtist flipi og þar smellir þú á UPPLÝSINGAR. Þar sérðu og getur breytt upplýsingum um þig.