Spánn - orlofsíbúð í boði

Eining-Iðju hefur tekið á leigu þriggja herbergja íbúð á Spáni og geta félagsmenn nú þegar bókað íbúðina sex mánuði fram í tímann inn á Mínum síðum félagsins.

Fyrsta leiga er í boði frá og með 6. janúar 2026. Nú gildir reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Hægt er að leigja eina eða tvær samfelldar vikur. (ATH! hafa þarf samband við félagið ef leigja skal 2 vikur) Skiptidagar eru á þriðjudögum.

Leiguverð per. viku er kr. 50.000, en einnig þarf að skilja eftir við brottför þrifagjald, 150 evrur í seðlum. Innifalið í leigu er lín, handklæði, rafmagn og net.

Íbúð í lokuðum íbúðakjarna í Play Flamenca
Um er að ræða íbúð á góðum stað í Playa Flamenca á Spáni, í lokuðum íbúðakjarna og samanstendur af tveimur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu. Hægt er að aka inn í kjarnann á tveimur stöðum inn um rafmagnshlið. Bílastæði eru innan kjarnans og hafa íbúar einnig aðgang að sameiginlegri sundlaug. Staðsetningin er góð en stutt er alla þjónustu eins og verslanir, veitingastaði og bari. Sundlaugabarinn vinsæli þar sem íslendingar hittast alla föstudaga er í aðeins 10 mínútna göngufæri. Ýmiskonar afþreying er í boði allt um kring og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Þegar komið er að húsinu er gengið upp stiga á læstar svalir og þaðan er farið inn í íbúðina. Gengið er inn í alrými þ.e. stofu/borðstofu og eldhús. Á hægri hönd eru svo tvö svefnherbergi, bæði með góðum innbyggðum skápum. Baðherbergi er inn af öðru herberginu en einnig er annað baðherbergi með þvottavélaaðstöðu og sturtu. Loft í baðherbergjum eru niðurtekin með innbyggðum Led ljósum. Inn af eldhúsinu er svo útgengt á lítinn pall en þaðan er hringstigi upp á mjög rúmgott sólþak þar sem tilvalið er að njóta sólarinnar, þar eru sólbekkir, stólar, sófi, borð og gasgrill. Eldhúsið er með öllum nýjustu tækjum, tvöföldum Samsung ísskáp og öllu leirtaui. Loftkæling er í íbúðinni.

Nú þegar er hægt að bóka íbúðina sex mánuði fram í tímann inn á Mínum síðum félagsins.

Nánari upplýsingar um svæðið
Íbúðin við Calle del Fénix er staðsett í rólegu og vinsælu íbúðarhverfi við Costa Blanca-ströndinni á Spáni.

Svæðið einkennist af friðsælu umhverfi, þetta er íbúðarhverfi þar sem er gott næði, sem gerir það afar heppilegt til að njóta orlofsins. Í nágrenninu er fjölbreytt þjónusta í göngu- eða stuttri akstursfjarlægð, þar á meðal veitingastaðir, kaffihús, barir og verslanir fyrir allar daglegar þarfir.

Stórar verslunarmiðstöðvar, eins og La Zenia Boulevard, eru í örfárra mínútna akstursfjarlægð og þar má finna fjölbreytt úrval verslana, veitingastaða og þjónustu. Matvöruverslanir, apótek, byggingarvöruverslanir og aðrar nauðsynlegar þjónustur eru einnig í næsta nágrenni.

Strandlífið er einn af helstu kostum svæðisins. Fallegar og vinsælar strendur á borð við Playa Flamenca, La Zenia og Campoamor eru í stuttri akstursfjarlægð og bjóða upp á frábæra aðstöðu til sólbaða, sunds og útivistar allt árið um kring. Þá eru golfvellir, göngu- og hjólaleiðir ásamt annarri afþreyingu í nágrenninu.

Svæðið nýtur einnig góðra samgangna, bæði með bíl og almenningssamgöngum, sem auðveldar að komast til nærliggjandi bæja og
þjónustukjarna.

Í heildina er um að ræða afar eftirsótta staðsetningu sem sameinar rólegt umhverfi, góða þjónustu og nálægð við ströndina – kjörinn kostur fyrir þá sem leita að sólríku og hlýju loftslagi á suðausturströnd Spánar.

Upplýsingar um svæðið af Spain-Holiday.com 

Spánn - orlofsíbúð 2026 (myndir)