Sveitamennt - starfsmenn sveitarfélaga

Sveitamennt SGS er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands. 

Sveitamennt tók formlega til starfa 1. janúar 2007 og byggir á gr. 13.4.3. um starfsmenntunarsjóð í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands (SGS). 

Markmið sjóðsins er annars vegar að auka möguleika sveitarfélaga og stofnana þeirra á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra á hverjum tíma og efla starfsmenntun starfsmanna með það fyrir augum að þeir verði færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni.

Einstaklingar sækja um styrki á þar til gerðum eyðublöðum til viðkomandi stéttarfélags sem sér um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar.

Nú hefur Eining-Iðja opnað fyrir Mínar síður þar sem félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og geta m.a. sótt um rafrænt þá styrki sem í boði eru í sjúkrasjóði og í fræðslusjóði. Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig inn til að prófa síðuna. Ef þið lendið í vandræðum með innskráninguna þá er starfsfólk félagsins boðið og búið að aðstoða ykkur. Félagsmenn, skoðið vel og lagið ef þarf bankaupplýsingar, símanúmer og netföng.

Þetta er fyrir félagsmenn sem nýta sér ekki Mínar síður félagins. Umsókn má finna hér (ATH! hægt að vista sem pdf og senda rafrænt til félagsins, það þarf bara að velja Prenta neðst í umsókn og svo vista sem pdf. Sendið umsóknina svo á ein@ein.is)