Dagana 3. og 4. október 2024 verður 38. þing Alþýðusambands Norðurlands (AN) haldið á Illugastöðum í Fnjóskadal.
Þing AN skal halda annað hvert ár. Fulltrúar á AN þingi eru 100 sem skiptast á milli aðildarfélaga eftir fjölda félagsmanna skv. skýrslu til ASÍ um félagsmenn frá árinu á undan. Öll félög eiga rétt á að senda að lágmarki tvo fulltrúa.
Eining-Iðja á rétt á að senda 47 fulltrúa á þingið.
Nánar má forvitnast um þingið hér