Innanlandsferðin 2019

Farin verður dagsferð til Grímseyjar sunnudaginn 23. júní 2019. Hámarksfjöldi er 100 manns. UPPSELT ER Í FERÐINA!

Farið verður með rútu frá Akureyri til Dalvíkur þar sem Sæfari fer með hópinn til Grímseyjar. Stoppað verður í 4 tíma og síðan siglt til baka til Dalvíkur þar sem rútan bíður og skilar ferðalöngum til Akureyrar.

Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 8:00, ferjan leggur af stað frá Dalvík kl. 9:00.

Farið verður um eyjuna með hópinn svo að hann sjái sem mest.

Gott tækifæri fyrir fjölskyldur að fara og skoða nyrsta hluta Akureyrar. 

Ferðin kostar kr. 4.000 á mann, innifalið er allur akstur, sigling og ferð um eyjuna.

Ekkert fæði er inn í þessu verði.

Leiðsögumaður verður til staðar í eyjunni

Allar nánari upplýsingar um ferðatilhögun og skráning í ferðirnar verður á skrifstofu félagsins á Akureyri, Skipagötu 14, sími 460 3600, frá fimmtudeginum 3. janúar 2019.