Innanlandsferðin 2019

Farin verður dagsferð til Grímseyjar sunnudaginn 23. júní 2019. Hámarksfjöldi er 100 manns. UPPSELT ER Í FERÐINA!

Farið verður með rútu frá Akureyri til Dalvíkur þar sem Sæfari fer með hópinn til Grímseyjar. Stoppað verður í 4 tíma og síðan siglt til baka til Dalvíkur þar sem rútan bíður og skilar ferðalöngum til Akureyrar.

Farið verður um eyjuna með hópinn svo að hann sjái sem mest.

Gott tækifæri fyrir fjölskyldur að fara og skoða nyrsta hluta Akureyrar. 

Ferðin kostar kr. 4.000 á mann, innifalið er allur akstur, sigling og ferð um eyjuna.

Ekkert fæði er inn í þessu verði.

Leiðsögumaður verður til staðar í eyjunni

Allar nánari upplýsingar um ferðatilhögun og skráning í ferðirnar verður á skrifstofu félagsins á Akureyri, Skipagötu 14, sími 460 3600, frá fimmtudeginum 3. janúar 2019.