Hætt hefur verið við að fara í leikhúsferð fyrir lífeyrisþega félagsins

Hætt hefur verið við að fara í leikhús á morgun á Melum í Hörgárdal vegna óvissu með mokstur bæði innanbæjar og utan hans. Félagið var búið að bjóða félagsmönnum sem eru lífeyrisþegar á leikritið Gauragang sem Leikfélag Hörgdæla er að sýna á Melum í Hörgárdal. 

Félagið hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum sem eru lífeyrisþegar á leikritið Gauragang sem Leikfélag Hörgdæla er að sýna á Melum í Hörgárdal. Leikritið er eftir Ólaf Hauk Símonarson og er í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar.

Ormur Óðinsson er 16 ára snillingur og töffari og rétt að klára grunnskólann. Vinir, hugsjónir, fjölskylda, skoðanir, ljóð, óvinir, skóli og ást flækjast saman í tvísýnu spili um hug hans og hjarta. Gauragangur er drepfyndin og háalvarleg þroskasaga einnar skemmtilegustu andhetju Íslands.

Sýningin verður fimmtudaginn 12. desember 2019. 

Sýningin hefst kl. 20:00 - Rútuferð frá Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 19:15 

Boðið verður upp á akstur frá Fjallabyggð, Dalvík og Grenivík 

Athugið! Um takmarkað sætaframboð er að ræða 

Skráning fer fram á skrifstofum félagsins eða í síma 460 3600. (Takið fram ef þið eruð utan Akureyrar, upp á bílfar að gera)