Starfsmenn á námskeiði - breyttur opnunartími

Skrifstofa félagsins á Akureyri verður lokuð frá kl. 12:oo miðvikudaginn 19. október til kl. 13:30 fimmtudaginn 20. október, vegna námskeiðs starfsmanna. 

Skrifstofur félagsins í Fjallabyggð og á Dalvík verða lokaðar frá kl. 11:00 á miðvikudeginum og opna á ný á hefðbundnum tíma á föstudeginum.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Einu sinni á ári fara starfsmenn Einingar-Iðju á námskeið til að styrkja þá í starfi, ekki síst í þeim tilgangi til að geta veitt félagsmönnum enn betri þjónustu.