Norðurorka - Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan samning

4. júlí 2024  var skrifað undir undir nýjan kjarasamning Einingar-Iðju og Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu við Samtök atvinnulífsins vegna Norðurorku hf. 

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninginn stendur yfir frá kl. 12:00 föstudaginn 5. júlí til kl. 12:00 mánudaginn 15. júlí.  Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar sama dag. Hægt verður að greiða að greiða atkvæði í gegnum heimasíðu Einingar-Iðju.

Kjósið hér Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að geta kosið.
 

Nálgast má frekari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna hér

Kynningarfundur
Þriðjudaginn 9. júlí, kl. 15:30 í matsal starfsmanna, verður samningurinn kynntur fyrir félagsmönnum sem starfa hjá Norðurorku.